Sálfræðiþing 2024

6. - 8. mars 2024  // Hilton Hotel 

Kæru sálfræðingar og aðrir þátttakendur

Fjórtánda Sálfræðiþing Sálfræðingafélags Íslands verður haldið dagana 6. - 8. mars 2024 á Hilton Reykjavík Nordica. Þingið verður með venjubundnu sniði og hefst með almenningsfræðslu á miðvikudagskvöldi. Efni almenningsfræðslunnar verður auglýst síðar.

Meginviðburður fimmtudagsins 7. mars er vinnustofa með gestafyrirlesara auk smærri viðburða.

Sjálfur ráðstefnudagur þingsins verður á föstudag. Þar verða erindi gestafyrirlesara, afhending heiðursverðlauna Sálfræðingafélagsins og afhending verðlauna fyrir framúrskarandi

lokaverkefni í sálfræði. Einnig verða fyrirlestrar um rannsóknir í sálfræði og, spennandi málstofur. Auk þess er markmiðið að fjalla um í málstofum hvað fræðigreining sálfræði getur lagt til málanna í samfélagslegum málefnum. Þá verður veggspjaldasýning með kynningum á verkefnum og rannsóknum sálfræðinga og sálfræðinema.

Ráðstefnudegi líkur svo með hófi og uppistandi þar sem allir ráðstefnugestir eru hvattir til að staldra við og eiga saman góða stund.

Sjáumst á Sálfræðiþingi 2024

Pétur Maack Þorsteinsson
Formaður Sálfræðingafélags Íslands

Ráðstefnuhaldarar

Athygli Conferences LOGO

Athygli ráðstefnur
Ármúla 11
108 Reykjavík

Sími 568 2800
Kt. 520199-2929

thorunn@athygliradstefnur.is

Lógó